Ég valdi Garðabæ! Björn Þorfinnsson skrifar 30. maí 2014 11:37 Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar