Ég er Pírati út af skólamálum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 30. maí 2014 14:00 Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar