Garðabær- fyrir okkur öll Steinþór Einarsson og Guðrún Arna Kristjánsdóttir skrifar 30. maí 2014 15:34 Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar