Garðabær- fyrir okkur öll Steinþór Einarsson og Guðrún Arna Kristjánsdóttir skrifar 30. maí 2014 15:34 Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar