Skoðun

Hvar verður þú eftir 4 ár?

Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar
Um daginn var ég spurður að því hvar ég héldi þú ég yrði eftir fjögur ár. Mig langaði til kasta því fram að ég ætlaði að ljúka setu minni í bæjarstjórn hér í Kópavogi, en þar sem ég er í fimmta sæti á lista, ætla ég samt að vera með smá varaáætlun.

Ef allt gengur að óskum verð ég búinn að ljúka BA námi í heimspeki, fluttur úr kjallaranum hjá mömmu, ennþá ástfanginn og vonandi giftur. Ég býst ekki við því að vera í neinum vandræðum með námið eða ástina, en hinsvegar veit ég ekki hvernig húsnæðismálin munu standa. Það eru mjög margir á mínum aldri í þessari sömu stöðu. Einstaklingar og pör sem eru að stíga sín fyrstu skref sem fullorðið fólk hefur oft ekki þann valmöguleika að flytja að heiman. Þær íbúðir í boði eru of stórar og of dýrar til þess að þær séu raunhæfur möguleiki fyrir ungt fólk.

Ég vona innilega að þetta ástand haldi ekki áfram næstu fjögur árin. Ég vil ekki þurfa að búa hjá foreldrum mínum þegar ég er 26 ára. Þess vegna vil ég gera eitthvað í því á næstu fjórum árum.

Kópavogsbær hefur lagt mikla vinnu í ný húsnæði á síðustu árum, en samt höfum við unga fólkið einhvern veginn gleymst í öllum hamaganginum. Við, umbótasinnar Dögunnar, viljum byggja upp almennan leigumarkað í Kópavogi þar sem verður tekið tillit til einstaklinga, para og nýfjölskyldna.

Þetta er ein margra ástæðna þess að ég bauð mig fram fyrir hönd Dögunar og umbótasinna í Kópavogi - og ein aðalástæðan fyrir því að þú ættir að setja X við T.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×