Framtíðin byrjar í dag Margrét Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2014 14:06 Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun