Innlent

Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ

Meirhluti Sjálfstæðisflokksins er kyrfilega fallinn í Reykjanesbæ.
Meirhluti Sjálfstæðisflokksins er kyrfilega fallinn í Reykjanesbæ.
Lokatölur úr Reykjanesbæ:

Á-listi Frjáls afls hlýtur tvo menn kjörna og 15,3 prósent greiddra atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur bæjarfulltrúum, endar með 4 menn í bæjarstjórn og 36,5 prósent atkvæða.

Framsóknarflokkurinn fær einn mann inn og 8,0 prósenta fylgi.

Samfylkingin fær rúman fimmtung atkvæða, 20,8 prósent og tapar einum bæjarfulltrúa. Fær tvo en var með þrjá.

Y-listi Beinnar leiðar, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum nældi í tvo bæjarfulltrúa og 16,9 prósent.

Píratar enduðu með 2,5 prósent atkvæða og engan mann.



Fyrstu tölur:

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er fallinn miðað við fyrstu tölur.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 39,9 prósent fylgi og missir tvo bæjarfulltrúa og hefur nú fimm bæjarfulltrúa.

Á listi Frjáls afls, er með 14,3 prósent greiddra atkvæða, og einn bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn heldur sínum bæjarfulltrúa með 7,4 prósent fylgi.

Samfylkingin hefur 20,1 prósent fylgi og  tapar einum bæjarfulltrúa, fer úr þremur í tvo.

Y-listi Beinnar leiðar  hlýtur 16,2 prósent fylgi og er með 16,2 prósent greiddra atkvæða.

Píratar fá 2,1 prósent og ná ekki inn manni.


Tengdar fréttir

Fálkanum flaggað í hálfa

Fánum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var flaggað í hálfa stöng í kvöld eftir að meirihluti flokksins féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×