Innlent

Meirihlutinn heldur í Reykjavík

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fyrstu tölur eru komnar í Reykjavík.
Fyrstu tölur eru komnar í Reykjavík.
Fyrstu tölur eru komnar inn frá Reykjavík. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins er inni í borgarstjórn miðað við nýjustu tölur og sjálfstæðismenn halda sínum fimm fulltrúum. 

Í heild hafa verið talin 5118 atkvæði og skiptast svo:

B - listi Framsóknar og flugvallarvina:

513  atkvæði, 10,4 %.

Einn maður inni.

D - listi Sjálfstæðisflokksins:

1333 atkvæði, 27%.

Fimm menn inni.

R – listi Alþýðufylkingarinnar:

13 atkvæði, 0,3%.

Enginn maður inni.

S – listi Samfylkingarinnar:

1577 atkvæði, 31,9%.

6 menn inni.

T – listi Dögunar:

72 atkvæði, 1,5%.

Enginn maður inni.

V – listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs:

452 atkvæði, 8,8%.

1 maður inni.

 

Þ – listi Pírata:

251  atkvæði, 4,9%.

Enginn maður inni.

Æ – listi Bjartrar framtíðar:

733 atkvæði, 14,3%.

2 menn inni.

Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/daníel
Vísir/Daníel

Tengdar fréttir

„Við spyrjum að leikslokum“

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík, miðað við nýjustu tölur. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, vill ekki fagna of snemma.

Sveinbjörg vill ekki byrja að fagna of snemma

„Nóttin er ung,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í viðtali í Ríkissjónvarpinu rétt í þessu.

„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni"

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn

Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×