Innlent

Sjálfstæðisflokkur með 73,2% atkvæða í Vestmannaeyjum

Randver Kári Randversson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn heldur traustum meirihluta í Vestmannaeyjum.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur traustum meirihluta í Vestmannaeyjum.
Lokatölur:



Sjálfstæðisflokkurinn vann yfirburða sigur í Vestmannaeyjum, hlaut 73,2% atkvæða og fær fimm bæjarfulltrúa. E-listi Vestmannaeyjalistans hlaut 27% atkvæða og fær tvo bæjarfulltrúa.



Fyrstu tölur:

Samkvæmt fyrstu tölum í Vestmannaeyjum heldur meirihluti Sjálfstæðisflokks velli, fær fimm bæjarfulltrúa og bætir við sig manni. Vestmannaeyjalistinn hefur fengið 25,3% og fær tvo bæjarfulltrúa.

Atkvæðin hafa skipst svo:

D-listi Sjálfstæðisflokks 74,7% og fær 5 menn.

E-listi Vestmannaeyjalistans 25,3% og fær 2 menn.

Talin hafa verið 1526 atkvæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×