Innlent

Meirihlutinn heldur í Árborg

Randver Kári Randversson skrifar
Meirihlutinn heldur í Árborg.
Meirihlutinn heldur í Árborg.
Meirihlutinn í Árborg heldur velli í Árborg eftir að öll atkvæði hafa verið talin. Skipting bæjarfulltrúa helst óbreytt frá fyrstu tölum.

Lokatölur:

B-listi Framsóknarflokks 14,9% og einn bæjarfulltrúi.

D-listi Sjálfstæðisflokks 51% og fimm bæjarfulltrúar.

S-listi Samfylkingarinnar 19,1% og tveir bæjarfulltrúar.

V-listi Vinstri grænna 4,9% og enginn bæjarfulltrúi.

Æ-listi Bjartrar framtíðar 10,6% og einn bæjarfulltrúi.



Meirihluti Sjálfstæðisflokksins heldur velli samkvæmt lokatölum frá Árborg og fær fimm bæjarfulltrúa af níu. Framsóknarflokkur og Samfylking halda sínu. Björt framtíð fær einn bæjarfulltrúa en VG missir sinn mann.

Atkvæðin skiptast svo:

B-listi Framsóknarflokks hefur fengið 14,3% og einn mann.

D-listi Sjálfstæðisflokks hefur fengið 51% og fimm menn.

S-listi Samfylkingarinnar hefur fengið 19,1% og tvo menn.

V-listi Vinstri grænna hefur fengið 4,7% og engan mann. 

Æ-listi Bjartrar framtíðar hefur fengið 10,4% og einn mann.

Talin hafa verið 3314 atkvæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×