Íslenski boltinn

Rauði baróninn stendur undir nafni

Garðar Örn á ferðinni í leik Víkings og Fylkis.
Garðar Örn á ferðinni í leik Víkings og Fylkis. vísir/valli
Dómarar Pepsi-deildarinnar eru búnir að reka fjóra leikmenn af velli í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sami dómarinn hefur lyft rauða spjaldinu þrisvar.

Það er að sjálfsögðu sjálfur Rauði baróninn, Garðar Örn Hinriksson, sem hefur lyft rauða spjaldinu þrisvar. Stendur undir nafni sem fyrr.

Garðar er búinn að dæma þrjá leiki í sumar og hefur lyft rauða spjaldinu í öllum sínum leikjum hingað til. Öll spjöldin hafa átt fullan rétt á sér og Garðar dæmt virkilega vel í upphafi móts en það virðist loða við hann að lenda á leikjum þar sem nauðsynlegt er að lyfta rauða kortinu.

Nýliðinn Ívar Orri Kristjánsson gaf fjórða rauða spjaldið. Það fékk Þórsarinn Sveinn Elías Jónsson í leik gegn Fram.

Þóroddur Hjaltalín Jr. gaf svo Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Fylkis, rauða spjaldið í leik Stjörnunnar og Fylkis er Ásmundur steig inn á völlinn.

Rauð spjöld leikmanna í sumar:

1. umferð. Fjölnir-Víkingur

Rautt spjald: Alan Lowing, Víkingi.

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

3. umferð. KR-FH

Rautt spjald: Haukur Heiðar Hauksson, KR

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

3. umferð: Fram-Þór

Rautt spjald: Sveinn Elías Jónsson, Þór

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson

4. umferð. Víkingur-Fylkir

Rautt spjald: Tómas Joð Þorsteinsson, Fylki

Dómari: Garðar Örn Hinriksson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×