Innlent

Frambjóðandi getur ekki hugsað sér að búa á Stöðvarfirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Pálína Margeirsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins
Pálína Margeirsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins
Pálína Margeirsdóttir, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, lét þau orð falla á framboðsfundi á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi í að Stöðvarfjörður væri fallegur bær en hún gæti ekki hugsað sér að búa þar. Hafa þessi orð frambjóðandans vakið athygli í kosningabaráttunni í Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Austurlandi. stærstu staðirnir eru Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru meirihlutasamstarfi í bænum og síðustu kannanir benda til að meirihlutinn haldi velli í sveitarstjórnarkosningunum í maí.  

Þegar  Vísir náði tali af henni í morgun hafði hún engu við þessi orð sín að bæta. „Eru aðrir frambjóðendur tilbúnir til að búa í hvaða byggðakjarna sem er?“

Pálína segir að hún sé vel tengd Stöðvarfirði og ætti marga góða vini þar „Mér finnst Stöðvarfjörður gullfallegur bær og ég á góðar tengingar við Stöðvarfjörð en ég er persónulega ekki til í að búa þar.“

„Ef ég væri frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur, ætti ég þá að vera til í að búa við hverja einustu götu í Reykjavík?“ spyr Pálína að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×