Höfnum miðstýrði loforðafroðu vinstri manna í húsnæðismálum og kjósum lausnir Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 21. maí 2014 11:34 Það má rekja húsnæðisskortinn í Reykjavík nokkur ár aftur í tímann, nánar tiltekið til áranna 2000-2006. „Á því tímabili var húsnæðisverð í borginni markvisst hækkað og húsnæðisbóla búin til með mikilli takmörkun lóðaframboðs og síðan uppboðs á lóðum. Slíkt leiddi til þess að fjölskyldur neyddust til að kaupa lóðir á uppsprengdu verði og síðar kom í ljós að margar þeirra stóðu ekki undir því. Samfylkingin, þá með Dag B. Eggertsson sem formann umhverfis og skipulagsráðs, hafði mikla forystu í þessari óheillavænlegu stefnumótun og ber þannig mikla ábyrgð á hinu háa húsnæðisverði sem margar reykvískar fjölskyldur, og þá einkum ungt fólk, glíma við í dag. Þessi miðstýrða framköllun á okurverði lóða og íbúða, varð til þess að margar reykvískar fjölskyldur er stækka vildu við sig, neyddust til þess að flytja til nágrannasveitarfélaganna. Sama má einnig segja um fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga af landsbygðinni sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins. Stærstur hluti þeirra kaus frekar að flytja til einhverra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sökum ónógs lóðaframboðs sem framkallaði, eins og áður sagði verðbólu á húsnæðisverði í borginni. Þessi miðstýrða aðgerð R-listans með Samfylkingu og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar var svo einnig stór þáttur í þeirri þróun að íbúum fjölgaði mun hægar í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hefur sú þróun kostað borgina háar fjárhæðir, í formi útsvarstekna er fóru annað.Loforðaflaumur byggður á froðu.Nú ætlar Samfylkingin, sem framkallaði okurverð á lóðum með miðstýringu að koma til bjargar með nýjar miðstýrðar patentlausnir. Hætt er þó við því að þær lausnir valdi enn meiri skaða til lengri tíma litið, en almenn markaðsaðgerð, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn mun hrinda í framkvæmd, komist hann til valda í borginni. Þær miðstýrðu patentlausnir sem Samfylkingin býður líta í sjálfu sér ekkert illa út á blaði svona í fyrstu. En þegar betur er að gáð, bendir flest ef ekki allt til þess að lausn Samfylkingarinnar í húsnæðismálum borgarbúa, verði áður en langt um líður þungur baggi á borgarbúum. Að áætlaður kostnaður borgarinnar við uppbyggingu Reykjavíkurhúsa, verði í engu sambandi við endanlegan kostnað við aðgerðina. Borgin muni því á endanum borga hundruðir milljóna með aðgerðunum. Tapa fjármunum sem hvergi verða sóttir nema í hærri leigu, hærri þjónustugjöld fyrir borgarbúa alla eða þá með auknum lántökum borgarinnar. Auknar lántökur munu engan vanda leysa, heldur eingöngu fresta honum og gera hann í rauninni enn meiri þegar uppi verður staðið. Í upphafi kjörtímabilsins var áætlað að árlega þyrftu Félagsbústaðir 90 -100 nýjar íbúðir á ári til þess að anna eftirspurn. Niðurstaðan er hins ekki nema 75 íbúðir á kjörtímabilinu öllu. Það má því segja að núverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/ Bjartrar framtíðar hafi gersamlega brugðist, er kemur að félagslegu húsnæði. Enda hefur meirihlutinn aðeins uppfyllt 20% af þörf Félagsbústaða á nýjum íbúðum á kjörtímabilinu sem er að líða. Við þær aðstæður hafa myndast langir biðlistar eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum. Það sér hver maður sem vill það sjá, að loforð Dags B. Eggertssonar um 2500 íbúðir í svokölluðum Reykjavíkurhúsum á næsta kjörtímabili, er í besta falli byggt á sandi. Líklegast er þó að undirstaða loforðins stóra sé loft eða einhvers konar froða.Lausnir Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum.Sjálfstæðisflokkurinn mun sjá til þess að þörf Félagsbústaða á nýju húsnæði til úthlutunar verði sinnt með þeim hætti að ekki safnist þar fyrir tugir eða hundruðir einstaklinga og fjölskyldna á biðlista eftir nýrri íbúð. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt bjóða upp á markaðslausn í húsnæðismálum , komist hann til valda, með því að tryggja nægt framboð lóða á kostanaðarverði, hvort sem að lóðirnar verði undir leigu eða eignaríbúðir. Þeim fyrirtækjum er reisa vilja og reka leiguíbúðir munu standa það til boða að bjóða í lóðir er teknar verða frá undir leiguíbúðir. Samið verður t.d. 25 ára við þau fyrirtæki er bjóða munu læagstu leiguna í þeim íbúðum er þau byggja og mun lóðaverðið greiðast niður á samningstímanum. Fyrirtækin munu skuldbinda sig til þess að halda leiguverðinu innan ramma verðlagsþróunar á samningstímanum. Jafnframt er það afar mikilvægt að nægt lóðaframboð fyrir eignaríbúðir verði fyrir hendi. Enda á fólk að hafa val um það, hvort það kaupi eða leigi það húsnæði er það býr í. Sjálfstæðisflokkurinn mun, komist hann til valda, endurskoða og breyta gatnagerðargjöldum og öðrum föstum byrjunargjöldum á þann veg, að þau verði ekki fast gjald á íbúð, heldur miðist við stærð íbúðar. Það mun gera byggingu lítilla og meðalstórra íbúða enn hagkvæmari en nú er og mæta þar með kalli markaðsins á nýsmíði lítilla og meðalstórra íbúða í borginni. Kjósum lausnir sjálfstæðismanna í húsnæðismálum í stað froðu vinstri manna og gerum Reykjavík að nýju að raunhæfum búsetukosti á Höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Það má rekja húsnæðisskortinn í Reykjavík nokkur ár aftur í tímann, nánar tiltekið til áranna 2000-2006. „Á því tímabili var húsnæðisverð í borginni markvisst hækkað og húsnæðisbóla búin til með mikilli takmörkun lóðaframboðs og síðan uppboðs á lóðum. Slíkt leiddi til þess að fjölskyldur neyddust til að kaupa lóðir á uppsprengdu verði og síðar kom í ljós að margar þeirra stóðu ekki undir því. Samfylkingin, þá með Dag B. Eggertsson sem formann umhverfis og skipulagsráðs, hafði mikla forystu í þessari óheillavænlegu stefnumótun og ber þannig mikla ábyrgð á hinu háa húsnæðisverði sem margar reykvískar fjölskyldur, og þá einkum ungt fólk, glíma við í dag. Þessi miðstýrða framköllun á okurverði lóða og íbúða, varð til þess að margar reykvískar fjölskyldur er stækka vildu við sig, neyddust til þess að flytja til nágrannasveitarfélaganna. Sama má einnig segja um fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga af landsbygðinni sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins. Stærstur hluti þeirra kaus frekar að flytja til einhverra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sökum ónógs lóðaframboðs sem framkallaði, eins og áður sagði verðbólu á húsnæðisverði í borginni. Þessi miðstýrða aðgerð R-listans með Samfylkingu og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar var svo einnig stór þáttur í þeirri þróun að íbúum fjölgaði mun hægar í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hefur sú þróun kostað borgina háar fjárhæðir, í formi útsvarstekna er fóru annað.Loforðaflaumur byggður á froðu.Nú ætlar Samfylkingin, sem framkallaði okurverð á lóðum með miðstýringu að koma til bjargar með nýjar miðstýrðar patentlausnir. Hætt er þó við því að þær lausnir valdi enn meiri skaða til lengri tíma litið, en almenn markaðsaðgerð, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn mun hrinda í framkvæmd, komist hann til valda í borginni. Þær miðstýrðu patentlausnir sem Samfylkingin býður líta í sjálfu sér ekkert illa út á blaði svona í fyrstu. En þegar betur er að gáð, bendir flest ef ekki allt til þess að lausn Samfylkingarinnar í húsnæðismálum borgarbúa, verði áður en langt um líður þungur baggi á borgarbúum. Að áætlaður kostnaður borgarinnar við uppbyggingu Reykjavíkurhúsa, verði í engu sambandi við endanlegan kostnað við aðgerðina. Borgin muni því á endanum borga hundruðir milljóna með aðgerðunum. Tapa fjármunum sem hvergi verða sóttir nema í hærri leigu, hærri þjónustugjöld fyrir borgarbúa alla eða þá með auknum lántökum borgarinnar. Auknar lántökur munu engan vanda leysa, heldur eingöngu fresta honum og gera hann í rauninni enn meiri þegar uppi verður staðið. Í upphafi kjörtímabilsins var áætlað að árlega þyrftu Félagsbústaðir 90 -100 nýjar íbúðir á ári til þess að anna eftirspurn. Niðurstaðan er hins ekki nema 75 íbúðir á kjörtímabilinu öllu. Það má því segja að núverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/ Bjartrar framtíðar hafi gersamlega brugðist, er kemur að félagslegu húsnæði. Enda hefur meirihlutinn aðeins uppfyllt 20% af þörf Félagsbústaða á nýjum íbúðum á kjörtímabilinu sem er að líða. Við þær aðstæður hafa myndast langir biðlistar eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum. Það sér hver maður sem vill það sjá, að loforð Dags B. Eggertssonar um 2500 íbúðir í svokölluðum Reykjavíkurhúsum á næsta kjörtímabili, er í besta falli byggt á sandi. Líklegast er þó að undirstaða loforðins stóra sé loft eða einhvers konar froða.Lausnir Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum.Sjálfstæðisflokkurinn mun sjá til þess að þörf Félagsbústaða á nýju húsnæði til úthlutunar verði sinnt með þeim hætti að ekki safnist þar fyrir tugir eða hundruðir einstaklinga og fjölskyldna á biðlista eftir nýrri íbúð. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt bjóða upp á markaðslausn í húsnæðismálum , komist hann til valda, með því að tryggja nægt framboð lóða á kostanaðarverði, hvort sem að lóðirnar verði undir leigu eða eignaríbúðir. Þeim fyrirtækjum er reisa vilja og reka leiguíbúðir munu standa það til boða að bjóða í lóðir er teknar verða frá undir leiguíbúðir. Samið verður t.d. 25 ára við þau fyrirtæki er bjóða munu læagstu leiguna í þeim íbúðum er þau byggja og mun lóðaverðið greiðast niður á samningstímanum. Fyrirtækin munu skuldbinda sig til þess að halda leiguverðinu innan ramma verðlagsþróunar á samningstímanum. Jafnframt er það afar mikilvægt að nægt lóðaframboð fyrir eignaríbúðir verði fyrir hendi. Enda á fólk að hafa val um það, hvort það kaupi eða leigi það húsnæði er það býr í. Sjálfstæðisflokkurinn mun, komist hann til valda, endurskoða og breyta gatnagerðargjöldum og öðrum föstum byrjunargjöldum á þann veg, að þau verði ekki fast gjald á íbúð, heldur miðist við stærð íbúðar. Það mun gera byggingu lítilla og meðalstórra íbúða enn hagkvæmari en nú er og mæta þar með kalli markaðsins á nýsmíði lítilla og meðalstórra íbúða í borginni. Kjósum lausnir sjálfstæðismanna í húsnæðismálum í stað froðu vinstri manna og gerum Reykjavík að nýju að raunhæfum búsetukosti á Höfuðborgarsvæðinu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun