Innlent

XD dreifir lúðrum í Keflavík: "Var miltisbrandurinn búinn?“

Bjarki Ármannsson skrifar
Vuvuzela-lúðrarnir vöktu ekki mikla lukku í Reykjanesbæ.
Vuvuzela-lúðrarnir vöktu ekki mikla lukku í Reykjanesbæ. Vísir/AFP/GVA
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ gáfu áhorfendum vuvuzela-lúðra á leik Keflavíkur og FH á Nettóvellinum í gærkvöldi. Lúðrarnir, sem gefa frá sér einkennandi suð og vöktu fyrst athygli á HM í knattspyrnu árið 2010, virðast ekki hafa fallið í kramið hjá viðstöddum ef marka má samskiptamiðla.

Einn notandi Twitter spyr hvort lúðrunum hafi verið dreift vegna þess að miltisbrandurinn hafi verið uppurinn og annar fullyrðir að frambjóðendur hafi með uppátækinu tryggt sér frekara fylgistap. Eins og Vísir hefur greint frá hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í bænum hrunið frá því í síðustu kosningum, ef marka má kannanir. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×