Innlent

Fjórflokkurinn græðir á áhugaleysi kjósenda

Höskuldur Kári Schram skrifar
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að kosningaþátttakan í komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningum munu ráða miklu um niðurstöðuna. Hún telur að fjórflokkurinn græði á því ef þátttakan verður dræm.

Kosningaþátttaka í bæjar-og sveitarstjórnarkosningum minnkaði verulega í síðustu kosningum. Fyrir kosningarnar 2006 hafði hún aldrei farið undir 80 prósent. Árið 2006 var hún hins vegar 78,7 prósent og árið 2010 var hún 73,5 prósent.

Stefanía segir að fjórflokkurinn muni græða á því ef kosningaþátttakan í komandi kosningum verður dræm.

„Ef kosningaþátttakan verður dræm þá gæti það nýst þessum gömlu flokkum sem njóta stuðnings eldra fólks. Eldra fólk er líklegra til að koma á kjörstað heldur en yngra fólk og það er líka ólíklegra til að skipta um flokk,“ segir Stefanía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×