Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2014 15:46 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08