Körfubolti

Ibaka kveikti neistann hjá Thunder

Ibaka á ferðinni í nótt.
Ibaka á ferðinni í nótt. vísir/getty
Serge Ibaka snéri aftur í lið Oklahoma City Thunder í nótt og það hjálpaði liðinu heldur betur því Thunder lagði San Antonio Spurs, 106-97, og kom sér aftur inn í einvígið.

Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Spurs en þetta var áttundi tapleikur Spurs í röð í Oklahoma.

Ibaka skilaði 15 stigum á töfluna og varði fjögur skot. Hann tók einnig sjö fráköst.

"Mér fannst ég standa mig vel. Ég reyndi að koma með kraft inn í liðið fyrir félaga mína. Ég mun reyna að gera það áfram," sagði Ibaka.

Reggie Jackson kom einnig inn í byrjunarlið Thunder og skoraði 15 stig. Allt annað að sjá lið Thunder en í síðustu leikjum.

Russell Westbrook öflugur með 26 stig og Kevin Durant ekki síðri með 25 stig.

Aðeins þrír leikmenn Spurs komust yfir tíu stig í leiknum. Manu Ginobili stigahæstur með 23 stig en hann skoraði aðeins þrjú stig í seinni hálfleik. Tim Duncan skoraði 16 stig og Kawhi Leonard 10.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×