Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Caitlin Clark fagnar þriggja stiga körfu í leik á dögunum. Hún hefur farð á kostum í síðustu leikjum. Getty/Justin Casterline Körfuboltakonan Caitlin Clark heillar flesta sem á hana horfa enda bæði frábær skotmaður og frábær sendingamaður. Það er einkum henni að þakka að áhorf hefur stóraukist á kvennakörfuna í Bandaríkjunum. Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting) WNBA NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting)
WNBA NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli