Höldum áfram ... með trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. maí 2014 12:05 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar