Hættuminni sprautunálar og neyslurými, já takk! Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 17:13 Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar