Setjum börnin í fyrsta sæti Karl Pétur Jónsson skrifar 28. maí 2014 10:23 Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar