Fáir vilja halda vetrarólympíuleikana árið 2022 Randver Kári Randversson skrifar 28. maí 2014 14:48 Frá opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna í Tórínó arið 2006. Mynd/Getty Images Svo virðist sem fáir vilji halda vetrarólympíuleikana árið 2022 nú þegar innan við ár er þar til staðsetning þeirra verður valin. Um þetta er fjallað á vefnum deadspin.com. Áform sex þeirra borga sem sóst hafa eftir því að vera gestgjafar vetrarólympíuleikana árið 2022 hafa á undanförnum mánuðum verið að renna út í sandinn, einkum vegna lítils stuðnings við hugmyndina meðal íbúa borganna. Í fyrradag heltist Krakow í Póllandi úr lestinni eftir að 70% borgarbúa höfnuðu áformunum í atkvæðagreiðslu. Áður höfðu tveir umsækjendur dregið áform sín til baka eftir slíkar atvkæðagreiðslur. Í nóvember á síðasta ári höfnuðu íbúar í Munchen hugmyndinni um að halda leikana. Þá höfnuðu íbúar borganna Davos og St. Moritz í Sviss sameiginlegri umsókn um að halda leikana í mars síðastliðnum. Í janúar dró Stokkhólmur umsókn sína til baka vegna þess að yfirvöld sögðu það ekki þess virði að leggja út í þær gríðarlegu fjárfestingar sem nauðsynlegar eru til að halda leikana. Umsókn Óslóar er einnig í uppnámi og óvíst með framhald hennar eftir að annar stjórnarflokkana í Noregi neitaði að samþykkja nauðsynlegar fjárveitingar. Ólíklegt þykir að borgin Lviv í Úkraínu haldi umsókn sinni til streitu vegna ástandsins þar í landi. Tvær borgir þykja nú helst koma til greina sem raunhæfir kostir: Almaty í Kasakstan og Peking í Kína. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Svo virðist sem fáir vilji halda vetrarólympíuleikana árið 2022 nú þegar innan við ár er þar til staðsetning þeirra verður valin. Um þetta er fjallað á vefnum deadspin.com. Áform sex þeirra borga sem sóst hafa eftir því að vera gestgjafar vetrarólympíuleikana árið 2022 hafa á undanförnum mánuðum verið að renna út í sandinn, einkum vegna lítils stuðnings við hugmyndina meðal íbúa borganna. Í fyrradag heltist Krakow í Póllandi úr lestinni eftir að 70% borgarbúa höfnuðu áformunum í atkvæðagreiðslu. Áður höfðu tveir umsækjendur dregið áform sín til baka eftir slíkar atvkæðagreiðslur. Í nóvember á síðasta ári höfnuðu íbúar í Munchen hugmyndinni um að halda leikana. Þá höfnuðu íbúar borganna Davos og St. Moritz í Sviss sameiginlegri umsókn um að halda leikana í mars síðastliðnum. Í janúar dró Stokkhólmur umsókn sína til baka vegna þess að yfirvöld sögðu það ekki þess virði að leggja út í þær gríðarlegu fjárfestingar sem nauðsynlegar eru til að halda leikana. Umsókn Óslóar er einnig í uppnámi og óvíst með framhald hennar eftir að annar stjórnarflokkana í Noregi neitaði að samþykkja nauðsynlegar fjárveitingar. Ólíklegt þykir að borgin Lviv í Úkraínu haldi umsókn sinni til streitu vegna ástandsins þar í landi. Tvær borgir þykja nú helst koma til greina sem raunhæfir kostir: Almaty í Kasakstan og Peking í Kína.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira