Lífið

Dagur hitti Johnny Logan

Ingvar Haraldsson skrifar
Dagur B. Eggertsson er í skýjunum með frammistöðu Pollapönkara.
Dagur B. Eggertsson er í skýjunum með frammistöðu Pollapönkara. Mynd/Aðsend
Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn.

Dagur birti fyrir skömmu mynd af sér með írska hjartaknúsaranum Johnny Logan, sigursælasta keppanda í sögu Eurovision. Dagur rakst fyrir tilviljun á kappann.

Dagur er í skýjunum með keppnina og flutning Pollapönkara. „Það er frábær stemming í höllinni. Danirnir standa ótrúlega vel að öllu. Íslendingarnir á svæðinu eru að rifna að stolti yfir frammistöðu Pollapönkara. Hér er bros á hverju andliti. Við getum öll verið stolt af þeim.“

Dagur neyddist til þess að fara á keppnina eftir að strákarnir í Pollapönk komust áfram úr forkeppninni á þriðjudaginn. Hann hafði lofaði því fyrr í vetur eftir að hafa kjaftað frá því að fyrrum samstarfsfélagi hans úr borgarráði, Óttarr Proppé og Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld myndu syngja bakraddir með Pollapönki.


Tengdar fréttir

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær.

Eurovision-stjörnur skemmta í kvöld

Mikið er um að vera í kvöld en nokkrar af helstu Eurovision-stjörnum landsins ætla skemmta landsmönnum á hinum ýmsu skemmtistöðum.

Eurovision slær út jólin

Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld.

Skera sig úr í fjöldanum

Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum.

Komið út úr Euro skápnum

Í dag er runninn upp ruglingslegasti dagur ársins í mínu lífi – Eurovision-dagurinn. Það er einhvern veginn ómögulegt að gera það upp við sig hvort maður á að elska þetta batterí eða hata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.