„Hér er á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi" Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2014 23:24 Hjálmar Hjálmarsson. Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira