Martin Kaymer sigraði á Players 12. maí 2014 00:31 Kaymer horfir á eftir pútti á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira