Enski boltinn

Reus fer ekki til United í sumar

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Marco Reus verðru áfram í gulu.
Marco Reus verðru áfram í gulu. Vísir/Getty
Marco Reus, framherji Dortmund og þýska landsliðsins í fótbolta, ætlar að vera áfram á Signal Iduna Park á næstu leiktíð þrátt fyrir áhuga Manchester United.

United hefur verið sterklega orðað við þennan 24 ára gamla framherja sem er búinn að skora 30 mörk og gefa 25 stoðsendingar í 62 leikjum fyrir Dortmund síðan hann kom til liðsins fyrir tveimur árum.

Á Reus hvílir 35 milljóna Evra riftunarverð sem þýðir að Dortmund getur ekki hafnað slíku tilboði en sjálfur hefur hann ekki áhuga á að fara til annars liðs.

„Það er óhætt að segja að ég mun spila fyrir Borussia Dortmund tímabilið 2014/2015,“ segir Reus í viðtali við þýska íþróttablaðið Kicker.

„Ég þarf ekkert að stressa mig á hlutunum því ég er að spila fyrir frábært félag. Ég er ekki að fara neitt og þetta riftunarverð hefur engin áhrif á mig,“ segir Marco Reus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×