Innlent

Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram: "Mættu bara fimm á fundinn“

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. Mynd/Stöð 2.
Þrjú framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi. Framboðin eru Framsóknarlokkur, K-listi félagshyggjufólks og Ð-listi Betra Sigtúns. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn sem buðu fram árið 2010 bjóða ekki fram í komandi kosningum.

Björn Hreinsson, oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum sagði í samtali við Vísi að ekki hafi fundist nægilega margir Sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. „Við auglýstum fund þar sem átti að fara yfir málið og boðuðum til hans en það mættu bara fimm á fundinn svo við gátum ekki boðið fram að þessu sinni,“ sagði Björn Hreinsson.

Um ástæður þess sagði Björn: „Stærstur hluti Sjálfstæðismanna í bænum eru ellilífeyrisþegar svo við erum ekki með nægilega marga til að leggja í það að bjóða fram, því miður.“

Því er ljóst að þrjú framboð bjóða fram. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem býður fram undir merkjum flokks á Landsvísu. K-listi samanstendur af félagshyggjufólki á vinstri væng stjórnmálanna. Betra Sigtún er nýtt framboð ungs fólks í hreppnum.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis,visir.is/kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×