Flýtimeðferð - já takk! Elsa Lára Arnardóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 13:19 Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar