Patti væri til í að spila í kvöld | Óvissa með Sigurberg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2014 15:15 Patrekur hefur fulla trú á sínu liði í kvöld. samsett mynd/tryggvi "Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin." Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
"Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15
Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00
Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15
Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00
Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15
Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45