Svona kræktu Reyðarfjörður og Egilsstaðir í Drekamiðstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2014 14:28 Frá iðnaðarhöfninni á Reyðarfirði. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda. Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda.
Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15