„Mamma, hún er ógeðslega vond við þig“ Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2014 15:16 Sveinbjörg Birna upplifði síendurteknar athugasemdir Láru Hönnu sem netofbeldi. Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur leiðtoga Framsóknarmanna í Reykjavíkurborg leið orðið illa vegna síendurtekinna athugasemda Láru Hönnu Einarsdóttur bloggara, hún upplifði skrif Láru Hönnu sem persónulegar árásir og eyddi henni því út af vinalista sínum á Facebook.Vill ekki týna sálinniVísir fjallaði um málið í gærkvöldi og vakti það mikla athygli, en Lára Hanna greindi frá því að hún hafi verið fjarlægð af vinalista Sveinbjargar Birnu. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki vilja hafa þann háttinn á að særa fólk með því að svara til baka í athugasemdakerfi. Meðal annars þess vegna greip hún til þess ráðs að senda Láru Hönnu persónuleg skilaboð þar sem hún reyndi að leiða henni þetta fyrir sjónir og það hvers vegna hún eyddi henni af vinalista sínum. En, allt kom fyrir ekki, Lára Hanna ákvað að taka því illa. „Ég er ný í pólitík. Það er alltaf verið að tala um nýliðun kvenna og að við eigum að láta til okkar taka. Ég vel hverja ég hef á mínum vinalista. Fólk má skrifa eins og það vill og segja það sem það vil en það er óþarfi að ég sé að týna sálinni í mér við að lesa þetta,“ segir Sveinbjörg Birna.Sveinbjörg Birna er þriggja barna móðir og hún segist ekki vilja, þeirra vegna, hafa persónulegt skítkast á sínum Facebook-vegg.Persónulegt skítkastSveinbjörg Birna segist alveg geta þolað það að fólk hafi skoðanir á flokkum og stefnu þeirra en „þegar þetta snýst um endalaust persónulegt skítkast þá er það önnur saga. Eins og ég var á Beinni línu hjá DV og þá var Lára Hanna að hamast: Ég er búin að senda inn fullt af fyrirspurnum og hún er bara búin að svara einni! Þar ræð ég ekkert hverju ég fæ að svara, það er bara sent til mín. Bara sem dæmi.“ Og Sveinbjörg Birna heldur áfram: „Fólk er bara mismunandi. Þetta er leið sem ég vil að börnin mín fari. Ef einhver myndi koma svona fram við þau á netinu þá myndi ég segja; blokkeraðu hann, ekki vera að skoða „newsfeed-ið“ frá honum, það gerir ekkert nema pirra þig og þú ert bara að reyna að gera eins vel og þú getur,“ segir Sveinbjörg.Vill ekki hafa þetta fyrir börnunum„Ég á þrjú börn og þau eru öll vinir mínir á Facebook. Ég get ekki staðið frammi fyrir því að ég er að segja þeim hvernig þau eigi að haga sér á netinu; þau eigi ekki að vera að samþykkja þennan og hinn sem vin. Síðan eru þau að skoða Facebookið hjá mömmuu og þá er bara: Mamma! Af hverju ertu með þessa konu sem vinkonu þína og hún er bara ógeðslega vond við þig. Ég vil ganga fram með góðu fordæmi og ég tek stöðu með sjálfri mér sama hvað hún eða einhver annar segir. Ég myndi gjarnan vilja eiga meiri persónuleg samskipti en þetta er nú sá samskiptamáti sem tíðkast núna.“ Spurð segist Sveinbjörg ekki telja Láru Hönnu með sig á heilanum. „Nei, ekkert frekar með mig en aðra Framsóknarmenn. En mér og mínu fólki leið mjög illa. Það er þess vegna sem ég geri þetta, fyrst og fremst.“Sveinbjörg Birna telur konur forðast stjórnmál vegna persónulegra árása sem þær sæti á netinu.Konur óttast netárásirnarSveinbjörg Birna er ný í pólitíkinni og henni hefur í sjálfu sér ekki komið á óvart hversu umræðan vill oft reynast óvægin. En, hún segist sama persónan og hún var. Sveinbjörg Birna var áður í öðrum flokki, Sjálfstæðisflokki, en gekk svo til liðs við Framsóknarflokkinn. „Nú tilheyri ég þessum flokki því ég ákvað að vinna með honum. En, árásirnar... allt í lagi að þú sért ósáttur við fortíð flokksins, landsmálin, ósammála stefnunni en þegar þetta fer alltaf á persónulegt plan þá er það ómögulegt. Og ég held að það séu mjög margar konur sérstaklega sem veigra sér við því að stíga inn í pólitík, þetta hefur nú verið rætt á þverpólitískum kvennafundum, vegna þess að þær geta ekki hugsað sér að börnin þeirra þurfi að vera að hlusta á þetta. Þegar ég ákvað að fara fram brýndi ég fyrir börnunum mínum: Ekki lesa kommentakerfin, ekki lesa það sem stendur í kommentum á facebook hjá mömmu og ef einhver spyr ykkur af hverju mamma sé í pólitík og af hverju hún er í þessum flokki þá verðið þið að standa keik og segja: Spyrjið mömmu að því. Ég á þrjú stjúpbörn líka og ég talaði um þetta líka við þau. Þið þurfið ekkert að svara.“Leið betur eftir að hafa tekið hana af vinalistanumSveinbjörg segir að það sé þetta sem fólk treystir sér ekki í. „Og ég held að konur séu viðkvæmari fyrir þessu en karlar og það er ráðist með öðrum hætti að konum. Ég vissi alveg að það yrði vaðið í mig með að ég væri annað hvort of sæt of ljót of grönn, of feit, of ljóshærð, ekki nógu dökkhærð, með of sítt hár í ljótum fötum eða í of fínum fötum. Það skiptir engu hver ég er. En, ég vissi alveg að þetta kæmi allt, heilalaus af því ég segi þetta, hrokafull ef ég segi hitt. En markmið mitt í pólitík er að fara sátt að sofa, sátt með dagsverkið. Og ég var sátt í gær þegar ég var búin að taka til dæmis þessa manneskju af vinalista mínum. Enda var hún hvorki vinkona mín fyrir eða eftir.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur leiðtoga Framsóknarmanna í Reykjavíkurborg leið orðið illa vegna síendurtekinna athugasemda Láru Hönnu Einarsdóttur bloggara, hún upplifði skrif Láru Hönnu sem persónulegar árásir og eyddi henni því út af vinalista sínum á Facebook.Vill ekki týna sálinniVísir fjallaði um málið í gærkvöldi og vakti það mikla athygli, en Lára Hanna greindi frá því að hún hafi verið fjarlægð af vinalista Sveinbjargar Birnu. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki vilja hafa þann háttinn á að særa fólk með því að svara til baka í athugasemdakerfi. Meðal annars þess vegna greip hún til þess ráðs að senda Láru Hönnu persónuleg skilaboð þar sem hún reyndi að leiða henni þetta fyrir sjónir og það hvers vegna hún eyddi henni af vinalista sínum. En, allt kom fyrir ekki, Lára Hanna ákvað að taka því illa. „Ég er ný í pólitík. Það er alltaf verið að tala um nýliðun kvenna og að við eigum að láta til okkar taka. Ég vel hverja ég hef á mínum vinalista. Fólk má skrifa eins og það vill og segja það sem það vil en það er óþarfi að ég sé að týna sálinni í mér við að lesa þetta,“ segir Sveinbjörg Birna.Sveinbjörg Birna er þriggja barna móðir og hún segist ekki vilja, þeirra vegna, hafa persónulegt skítkast á sínum Facebook-vegg.Persónulegt skítkastSveinbjörg Birna segist alveg geta þolað það að fólk hafi skoðanir á flokkum og stefnu þeirra en „þegar þetta snýst um endalaust persónulegt skítkast þá er það önnur saga. Eins og ég var á Beinni línu hjá DV og þá var Lára Hanna að hamast: Ég er búin að senda inn fullt af fyrirspurnum og hún er bara búin að svara einni! Þar ræð ég ekkert hverju ég fæ að svara, það er bara sent til mín. Bara sem dæmi.“ Og Sveinbjörg Birna heldur áfram: „Fólk er bara mismunandi. Þetta er leið sem ég vil að börnin mín fari. Ef einhver myndi koma svona fram við þau á netinu þá myndi ég segja; blokkeraðu hann, ekki vera að skoða „newsfeed-ið“ frá honum, það gerir ekkert nema pirra þig og þú ert bara að reyna að gera eins vel og þú getur,“ segir Sveinbjörg.Vill ekki hafa þetta fyrir börnunum„Ég á þrjú börn og þau eru öll vinir mínir á Facebook. Ég get ekki staðið frammi fyrir því að ég er að segja þeim hvernig þau eigi að haga sér á netinu; þau eigi ekki að vera að samþykkja þennan og hinn sem vin. Síðan eru þau að skoða Facebookið hjá mömmuu og þá er bara: Mamma! Af hverju ertu með þessa konu sem vinkonu þína og hún er bara ógeðslega vond við þig. Ég vil ganga fram með góðu fordæmi og ég tek stöðu með sjálfri mér sama hvað hún eða einhver annar segir. Ég myndi gjarnan vilja eiga meiri persónuleg samskipti en þetta er nú sá samskiptamáti sem tíðkast núna.“ Spurð segist Sveinbjörg ekki telja Láru Hönnu með sig á heilanum. „Nei, ekkert frekar með mig en aðra Framsóknarmenn. En mér og mínu fólki leið mjög illa. Það er þess vegna sem ég geri þetta, fyrst og fremst.“Sveinbjörg Birna telur konur forðast stjórnmál vegna persónulegra árása sem þær sæti á netinu.Konur óttast netárásirnarSveinbjörg Birna er ný í pólitíkinni og henni hefur í sjálfu sér ekki komið á óvart hversu umræðan vill oft reynast óvægin. En, hún segist sama persónan og hún var. Sveinbjörg Birna var áður í öðrum flokki, Sjálfstæðisflokki, en gekk svo til liðs við Framsóknarflokkinn. „Nú tilheyri ég þessum flokki því ég ákvað að vinna með honum. En, árásirnar... allt í lagi að þú sért ósáttur við fortíð flokksins, landsmálin, ósammála stefnunni en þegar þetta fer alltaf á persónulegt plan þá er það ómögulegt. Og ég held að það séu mjög margar konur sérstaklega sem veigra sér við því að stíga inn í pólitík, þetta hefur nú verið rætt á þverpólitískum kvennafundum, vegna þess að þær geta ekki hugsað sér að börnin þeirra þurfi að vera að hlusta á þetta. Þegar ég ákvað að fara fram brýndi ég fyrir börnunum mínum: Ekki lesa kommentakerfin, ekki lesa það sem stendur í kommentum á facebook hjá mömmu og ef einhver spyr ykkur af hverju mamma sé í pólitík og af hverju hún er í þessum flokki þá verðið þið að standa keik og segja: Spyrjið mömmu að því. Ég á þrjú stjúpbörn líka og ég talaði um þetta líka við þau. Þið þurfið ekkert að svara.“Leið betur eftir að hafa tekið hana af vinalistanumSveinbjörg segir að það sé þetta sem fólk treystir sér ekki í. „Og ég held að konur séu viðkvæmari fyrir þessu en karlar og það er ráðist með öðrum hætti að konum. Ég vissi alveg að það yrði vaðið í mig með að ég væri annað hvort of sæt of ljót of grönn, of feit, of ljóshærð, ekki nógu dökkhærð, með of sítt hár í ljótum fötum eða í of fínum fötum. Það skiptir engu hver ég er. En, ég vissi alveg að þetta kæmi allt, heilalaus af því ég segi þetta, hrokafull ef ég segi hitt. En markmið mitt í pólitík er að fara sátt að sofa, sátt með dagsverkið. Og ég var sátt í gær þegar ég var búin að taka til dæmis þessa manneskju af vinalista mínum. Enda var hún hvorki vinkona mín fyrir eða eftir.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira