Oddvitaáskorunin - Skila fjármunum í menntakerfið Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:36 Ég er...til vinstri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vinstri græn og félagshyggjufólk vilja að Kópavogur sé samfélag þar sem allir geta lifað með reisn á öllum æviskeiðum. Við viljum að virðing sé borin fyrir margbreytileikanum og að íbúar séu þátttakendur í ákvörðunum er varða samfélagsleg málefni. VGF leggja áherslu á forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. Því þarf að skila aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið úr menntakerfinu frá hruni og efla velferðarkerfið. VGF eru með sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis að leiðarljósi allri stefnumótun. Við viljum efla samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, því við teljum að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins eigi rétt á sambærnilegri þjónustu. Vinstri græn of félagshyggjufólk er nýr valkostur fyrir Kópavogsbúa. Við bjóðum fram gott fólk til þjónandi forystu fyrir bæjarbúa Samfélag fyrir alla! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornbjarg og svæðið þar í kring, einnig suðausturhornið með glæsilegri jöklasýn. Hundar eða kettir? Hundar (er með ofnæmi fyrir köttum). Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur í öllum regnbogans litum. Ég og sonurinn Helgi Hrafn. Man ekki hvort hann kom á undan í mark. Hvernig bíl ekur þú? Renault Megane með mikla reynslu, og er kominn með kosningarétt. Besta minningin? Fyrsti dansinn við konuna mína á Borginni haustið 1984. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já af lögreglunni í Archangelsk fyrir að brjóta útgöngubann (ég var 17 ára). Hverjum sérðu mest eftir? Móður minni. Ég og Grímur eins og Össur Skarp kallar hann. Draumaferðalagið? Óbyggðir Alaska og norður Kanada (helst á reiðhjóli) Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var messagutti hjá Sambandinu tvö sumur. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að draga reiðhjólið mitt á handafli yfir stærstu eyðimörk Evrópu, Dyngjusand. Það tók 12 tíma að komast 15 kílómetra. Hefur þú viðurkennt mistök? Já iðulega, flest smá en sum stærri. Og lært af þeim öllum. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vinstri græn og félagshyggjufólk vilja að Kópavogur sé samfélag þar sem allir geta lifað með reisn á öllum æviskeiðum. Við viljum að virðing sé borin fyrir margbreytileikanum og að íbúar séu þátttakendur í ákvörðunum er varða samfélagsleg málefni. VGF leggja áherslu á forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. Því þarf að skila aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið úr menntakerfinu frá hruni og efla velferðarkerfið. VGF eru með sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis að leiðarljósi allri stefnumótun. Við viljum efla samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, því við teljum að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins eigi rétt á sambærnilegri þjónustu. Vinstri græn of félagshyggjufólk er nýr valkostur fyrir Kópavogsbúa. Við bjóðum fram gott fólk til þjónandi forystu fyrir bæjarbúa Samfélag fyrir alla! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornbjarg og svæðið þar í kring, einnig suðausturhornið með glæsilegri jöklasýn. Hundar eða kettir? Hundar (er með ofnæmi fyrir köttum). Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur í öllum regnbogans litum. Ég og sonurinn Helgi Hrafn. Man ekki hvort hann kom á undan í mark. Hvernig bíl ekur þú? Renault Megane með mikla reynslu, og er kominn með kosningarétt. Besta minningin? Fyrsti dansinn við konuna mína á Borginni haustið 1984. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já af lögreglunni í Archangelsk fyrir að brjóta útgöngubann (ég var 17 ára). Hverjum sérðu mest eftir? Móður minni. Ég og Grímur eins og Össur Skarp kallar hann. Draumaferðalagið? Óbyggðir Alaska og norður Kanada (helst á reiðhjóli) Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var messagutti hjá Sambandinu tvö sumur. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að draga reiðhjólið mitt á handafli yfir stærstu eyðimörk Evrópu, Dyngjusand. Það tók 12 tíma að komast 15 kílómetra. Hefur þú viðurkennt mistök? Já iðulega, flest smá en sum stærri. Og lært af þeim öllum. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25
Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52