Bíó og sjónvarp

Myndin gefin út tuttugu árum eftir andlát aðalleikarans

River Phoenix
River Phoenix Vísir/Getty
Síðasta mynd sem leikarinn River Phoenix lék í, Dark Blood, verður gefin út á næstunni og framleiðslufyrirtækið Lionsgate hefur keypt réttinn af henni.

Meira en tuttugu ár eru síðan River Jude Phoenix lést, aðeins 23 ára gamall, en hann var leikari og tónlistarmaður og eldri bróðir leikarans Joaquin Phoenix. River lést úr of stórum skammti eiturlyfja árið 1993, en var þá við tökur á kvikmyndinni Dark Blood.

Dark Blood var aldrei kláruð og flestir héldu að hún myndi aldrei verða sýnd. Leikstjóri myndarinnar og meðhöfundur, George Sluizer, dó þó ekki ráðalaus en hann hefur eytt mörgum árum í deilur við tryggingafyrirtæki sem vildi ekki greiða fyrir tapið sem varð þegar River lést, vegna þess að dauða leikarans var hægt að rekja til eiturlyfjanotkunar.

Í myndinni leikur Phoenix ungan ekkil sem flytur í eyðimörkina eftir að eiginkona hans deyr.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×