Körfubolti

Jóhann Árni og Ómar gerðu báðir langa samninga við Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Árni Ólafsson.
Jóhann Árni Ólafsson. Vísir/Stefán
Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson hafa báðir framlengt samninga sína við Grindavík en þeir voru lykilhlutverkum hjá liðinu í vetur. Þetta kemur fram á karfan.is.

Jóhann Árni gerði samning til ársins 2019 en Ómar til ársins 2017. Jóhann Árni var með 14,4 stig, 4,5 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í Íslandsmótinu en Ómar sprakk út í úrslitakeppninni þar sem hann var með 12,2 stig og 11,5 fráköst að meðaltali í leik.

„Frábært, tveir toppmenn sem við þurfum að halda og mikilvægir leikmenn í okkar röðum,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur í samtali við karfan.is.

Sverrir Þór býst við því að missa þrjá af efnilegum leikmanna í skóla til Bandaríkjanna en það eru bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir sem og Hinrik Guðbjartsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×