Lífið

Kveðja frá Alþingi til Köben

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/GVA
Forseti Alþingis gerði stutt hlé á umræðum um gjaldskrárlækkanir á Alþingi í kvöld til að flytja liðsmönnum Pollapönks kveðju.

Eins og alþjóð veit flugu liðsmenn Pollapönk með lag sitt Enga fordóma eða No Prejudice áfram í úrslit Eurovision með síðustu vél í kvöld. Framlag Íslands var það tíunda og síðasta sem kom upp úr hattinum á fyrra undanúrslitakvöldinu í Kaupmannahöfn í kvöld.

„Sérstakar kveðjur hljótum við auðvitað að senda háttvirtum ellefta þingmanni Reykjavíkurkjördæmis Suður og sjötta varaforseta Alþingis Óttari Proppe,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

„Við erum vitaskuld stolt af okkar manni,“ bætti Einar við og mátti heyra „heyr heyr“ á meðal þingmanna í þingsal.

Kveðju forseta Alþingis má heyra á vef Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.