Innlent

Meirihluti sjálfstæðismanna fallinn í Reykjanesbæ

Vísir/GVA/Stefán
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar er kolfallinn, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.

Flokkurinn mælist nú með rétt liðlega 37 prósenta fylgi og fengi fjóra bæjarfulltrúa, en fékk tæplega 53 prósenta fylgi í síðustu kosningum og sjö fulltrúa af ellefu manna bæjarstjórn.

Aðrir flokkar í bæjarstjórn tapa líka töluverðu fylgi, en þrjú ný framboð fá samanlagt 35 prósenta fylgi. Það eru Píratar, Bein leið  og Frjálst afl.   



Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×