Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Kristinn Páll Teitsson í Mýrinni skrifar 11. maí 2014 00:01 Jóna Margrét fór mikinn í dag. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og eru Stjörnukonur því komnar í vænlega stöðu eftir sigurinn í dag. Valsliðið var vankað á upphafsmínútum leiksins en þær töpuðu boltanum í fyrstu fjórum sóknum leiksins og lentu 0-3 undir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það virtist vekja þær til lífsins en illa gekk að minnka muninn í fyrri hálfleik. Stjarnan hélt forskotinu allan fyrri hálfleikinn og hefði ekki verið fyrir sjö mörk Kristínar Guðmundsdóttir í liði Vals hefði leikurinn eflaust klárast í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir minnkaði muninn í þrjú mörk rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 14-11. Valskonur náðu að minnka muninn niður í eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en þá settu leikmenn Stjörnunnar aftur í gír. Á næstu tíu mínútum gengu þær langt með að klára leikinn en munurinn fór mest upp í sjö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Valskonur náðu að kroppa í forskotið á lokametrunum en tíminn var ekki nægur og lauk leiknum með þriggja marka sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur og nægir Stjörnunni einn sigurleik í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Jóna Margrét Ragnarsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar með tíu mörk en í liði Vals var það Kristín sem var atkvæðamest með tíu mörk. Í marki Stjörnunnar stóð Florentina Stanciu vakt sína vel en hún varði 23 skot af 46 í leiknum. Jóna Margrét: Gott að fá að fylla á tankinnvísir/daníel„Þetta var frábær sigur, við spiluðum einfaldlega miklu betur en í síðasta leik,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, ánægð eftir leikinn. „Ég veit ekki hvort þetta sé einhver lykilleikur, eru ekki allir leikir lykil leikir þegar komið er á þetta stig. Það þýðir ekkert að hugsa öðruvísi, við þurfum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Jóna, aðspurð hvort þetta hefði verið lykilsigur í einvíginu. Stjarnan hafði undirtökin í leiknum frá fyrstu mínútu. „Við spiluðum flotta vörn gegn góðu sóknarliði og ég held að það sé þessi gamla klisja um að góð vörn vinni góða sókn. Við spiluðum betri sóknarleik heldur enn í síðasta leik og sóknarleikurinn dreifðist betur. Við þurfum að spila jafn góða sókn og jafn góða vörn í næsta leik og þá gefum við okkur möguleika.“ „Það þýðir ekkert annað en að vera spennt fyrir leiknum. Við þurfum að fá sömu stemmingu og spila jafn góða vörn í þeim leik.“ Jóna gaf lítið fyrir spurningar um þreytu. Hún var hinsvegar sátt að fá þriggja daga hvíld fyrir næsta leik. „Það er ágætt að fá aðeins að fá að fylla á tankinn eftir síðastu tvo leiki. Ég er sjálf í góðu standi þessa dagana, í mun betra standi heldur en í úrslitaeinvíginu í fyrra þegar ég var örmagna eftir erfiða seríu í undanúrslitum. Raggi er búinn að vera með okkur í brjáluðum æfingum og við erum í góðu standi svo við erum í ágætis málum þar,“ sagði Jóna að lokum. Kristín: Fann ekki fyrir þreytuvísir/daníel„Úrslitaeinvígið er einfaldlega fimm bikarleikir og við getum ekki verið að horfa á stöðuna núna. Ef við vinnum næsta leik verður úrslitaleikur á laugardaginn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, svekkt eftir leikinn. „Við erum vanar því að spila fimm leikja úrslitakeppni og okkur finnst þetta gaman. Við þurfum einfaldlega á öllum okkar leikmönnum að halda í þessu einvígi og þurfum því framlag frá fleiri leikmönnum.“ Kristín hélt Valsliðinu inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að setja sjö af ellefu mörkum liðsins í hálfleiknum. „Það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki alveg jafn vel í þeim seinni. Ég veit ekki hvað það var, hvort það var stress en ég hitti verr í seinni. Það skipti ekki máli í dag, það þurfa allir að vera með í þessum leikjum eins og í þeirra liði hérna í dag.“ Valsliðið átti í miklum vandræðum með sóknarleik sinn í leiknum og var mikið um tapaða bolta. „Að mínu mati er það einfaldlega búið að einkenna úrslitakeppnina. Í átta liða, undanúrslitum og núna í úrslitum eru liðin öll að tapa mörgum boltum. Liðin eru að reyna að spila hraðann bolta og það er mikið í húfi sem skapar stress.“ Kristín gaf lítið fyrir það að stutt væri milli leikja. „Við erum ótrúlega duglegar að hugsa um líkamann á okkur, maður þarf að borða rétt á svona tíma og ég held að við séum að gera það. Ég fann ekkert í vöðvunum í dag og það kom eiginlega sjálfri mér á óvart hvað ég var fersk í dag,“ sagði Kristín að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og eru Stjörnukonur því komnar í vænlega stöðu eftir sigurinn í dag. Valsliðið var vankað á upphafsmínútum leiksins en þær töpuðu boltanum í fyrstu fjórum sóknum leiksins og lentu 0-3 undir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það virtist vekja þær til lífsins en illa gekk að minnka muninn í fyrri hálfleik. Stjarnan hélt forskotinu allan fyrri hálfleikinn og hefði ekki verið fyrir sjö mörk Kristínar Guðmundsdóttir í liði Vals hefði leikurinn eflaust klárast í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir minnkaði muninn í þrjú mörk rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 14-11. Valskonur náðu að minnka muninn niður í eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en þá settu leikmenn Stjörnunnar aftur í gír. Á næstu tíu mínútum gengu þær langt með að klára leikinn en munurinn fór mest upp í sjö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Valskonur náðu að kroppa í forskotið á lokametrunum en tíminn var ekki nægur og lauk leiknum með þriggja marka sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur og nægir Stjörnunni einn sigurleik í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Jóna Margrét Ragnarsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar með tíu mörk en í liði Vals var það Kristín sem var atkvæðamest með tíu mörk. Í marki Stjörnunnar stóð Florentina Stanciu vakt sína vel en hún varði 23 skot af 46 í leiknum. Jóna Margrét: Gott að fá að fylla á tankinnvísir/daníel„Þetta var frábær sigur, við spiluðum einfaldlega miklu betur en í síðasta leik,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, ánægð eftir leikinn. „Ég veit ekki hvort þetta sé einhver lykilleikur, eru ekki allir leikir lykil leikir þegar komið er á þetta stig. Það þýðir ekkert að hugsa öðruvísi, við þurfum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Jóna, aðspurð hvort þetta hefði verið lykilsigur í einvíginu. Stjarnan hafði undirtökin í leiknum frá fyrstu mínútu. „Við spiluðum flotta vörn gegn góðu sóknarliði og ég held að það sé þessi gamla klisja um að góð vörn vinni góða sókn. Við spiluðum betri sóknarleik heldur enn í síðasta leik og sóknarleikurinn dreifðist betur. Við þurfum að spila jafn góða sókn og jafn góða vörn í næsta leik og þá gefum við okkur möguleika.“ „Það þýðir ekkert annað en að vera spennt fyrir leiknum. Við þurfum að fá sömu stemmingu og spila jafn góða vörn í þeim leik.“ Jóna gaf lítið fyrir spurningar um þreytu. Hún var hinsvegar sátt að fá þriggja daga hvíld fyrir næsta leik. „Það er ágætt að fá aðeins að fá að fylla á tankinn eftir síðastu tvo leiki. Ég er sjálf í góðu standi þessa dagana, í mun betra standi heldur en í úrslitaeinvíginu í fyrra þegar ég var örmagna eftir erfiða seríu í undanúrslitum. Raggi er búinn að vera með okkur í brjáluðum æfingum og við erum í góðu standi svo við erum í ágætis málum þar,“ sagði Jóna að lokum. Kristín: Fann ekki fyrir þreytuvísir/daníel„Úrslitaeinvígið er einfaldlega fimm bikarleikir og við getum ekki verið að horfa á stöðuna núna. Ef við vinnum næsta leik verður úrslitaleikur á laugardaginn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, svekkt eftir leikinn. „Við erum vanar því að spila fimm leikja úrslitakeppni og okkur finnst þetta gaman. Við þurfum einfaldlega á öllum okkar leikmönnum að halda í þessu einvígi og þurfum því framlag frá fleiri leikmönnum.“ Kristín hélt Valsliðinu inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að setja sjö af ellefu mörkum liðsins í hálfleiknum. „Það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki alveg jafn vel í þeim seinni. Ég veit ekki hvað það var, hvort það var stress en ég hitti verr í seinni. Það skipti ekki máli í dag, það þurfa allir að vera með í þessum leikjum eins og í þeirra liði hérna í dag.“ Valsliðið átti í miklum vandræðum með sóknarleik sinn í leiknum og var mikið um tapaða bolta. „Að mínu mati er það einfaldlega búið að einkenna úrslitakeppnina. Í átta liða, undanúrslitum og núna í úrslitum eru liðin öll að tapa mörgum boltum. Liðin eru að reyna að spila hraðann bolta og það er mikið í húfi sem skapar stress.“ Kristín gaf lítið fyrir það að stutt væri milli leikja. „Við erum ótrúlega duglegar að hugsa um líkamann á okkur, maður þarf að borða rétt á svona tíma og ég held að við séum að gera það. Ég fann ekkert í vöðvunum í dag og það kom eiginlega sjálfri mér á óvart hvað ég var fersk í dag,“ sagði Kristín að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira