Sókn er besta vörnin Eva Magnúsdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson skrifar 9. maí 2014 11:40 Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur verið í mikilli sókn á þeim 12 árum sem við sjálfstæðismenn höfum verið við stjórnvölinn. Fjárhagsstaðan hefur orðið sterkari, skuldahlutfall lækkað, og allar lykiltölur í rekstri hafa batnað mikið. Þetta er ekki síst að þakka þeim mikla og góða mannauði sem Mosfellsbær býr yfir og styrkri stjórn núverandi meirihluta. Sókn er ávallt besta vörnin og við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina enda voru kreppuárin notuð til sóknar. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Atvinnutækifærum fjölgar Í Mosfellsbæ hefur atvinnutækifærum fjölgað á undanförnum árum. Byggð hafa verið ný þjónustufyrirtæki í bænum, eins og framhaldsskóli og hjúkrunarheimili og verið er að byggja slökkvistöð. Eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Ístak, hefur flutt starfssemi sína í bæinn og gert hefur verið átak í sölu atvinnulóða m.a. með því að lækka gjöld. Störfum hefur fjölgað mikið á kjörtímabilinu og leggjum við áherslu á að gera enn betur í þeim efnum. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn og við erum vel í stakk búin til að hefja nýja og öfluga sókn í atvinnumálum okkar fallega bæjar. Rúnar Bragi Guðlaugsson er varabæjarfulltrúi og formaður Þróunar og ferðamálanefndar í Mosfellsbæ.Fjölgun starfa Það er nauðsynlegt að auka tekjur bæjarins enn frekar þar sem bærinn okkar fer stækkandi. Það þarf því að fjárfesta í ýmsu eins og hér verður komið inn á. Við þurfum að auka tekjur og ætlum því að laða að atvinnufyrirtæki og hvetja til aukinnar atvinnusköpunar og fjárfestinga. Við ætlum að móta atvinnustefnu fyrir Mosfellsbæ með þátttöku íbúa og atvinnulífsins í anda lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið munum við einbeita okkur að því að efla enn frekar atvinnuuppbyggingu í bænum, m.a. með því að stofna átakshóp í samstarfi við hagsmunaaðila. Niðurstaðan verður fjölgun starfa og verður liður í því að fjölga störfum í bæjarfélaginu að við tryggjum nægt framboð atvinnulóða á samkeppnishæfu verði.Heilsueflandi samfélag Í kjölfar þess að Mosfellsbær er orðið fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi hafa sóknartækifæri til þess að laða að heilsufyrirtæki aukist til muna. Áfram verður unnið að verkefninu Heilsueflandi samfélag í anda lýðheilsustefnu. Um er að ræða þróunarverkefni sem Mosfellsbær hefur tekið forystu í að vinna með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis. Verkefninu hefur verið skipt í fjóra þætti, næringu, hreyfingu, líðan og lífsgæði. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði í framtíðinni höfuðstaður heilsufyrirtækja. Við þurfum að nýta sértöðu bæjarins okkar og bjóða ferðamenn velkomna í bæinn. Við ætlum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í ferðaþjónustunni til atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ. Í bænum okkar og nágrenni höfum við framleiðslu á mat, menningu og handverki auk þess sem hér er vagga skálda og tónlistarmanna. Þetta þurfum við að nýta okkur. Mosfellsbær hefur lagt áherslu á að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf og undanfarin ár hafa ungmenni frá 17 ára til 20 ára getað sótt um sumarstörf hjá bæjarfélaginu sínu. Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. Þetta og margar fleiri framfarir ætlar Sjálfstæðisfólkið í Mosfellsbæ að tryggja. Þitt atkvæði skiptir máli.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar