Körfubolti

Höfundur norska lagsins dæmdi körfubolta á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Josefin er hér til hægri.
Josefin er hér til hægri. Vísir/Stefán
Josefin Winther, höfundur framlags Noregs í Eurovision-söngvakeppninni, starfaði sem körfuboltadómari hér á landi á sínum tíma.

Framlagið heitir Silent Storm og er Winther skráður höfundur bæði lags og texta. Fram kemur á karfan.is að hún hafi búið hér á landi veturinn 2010-2011 og dæmt þá 31 leik hjá KKÍ.

Það má fræðast meira um Josefin Winther á heimasíðu hennar en þar kemur fram að hún hafi spilað og samið tónlist frá unga aldri. Hún hefur gefið út tvær plötur og býr og starfar í Lundúnum.

Hún stundaði körfubolta og frjálsar íþróttir árum áður en hefur einbeitt sér að tónlistinni á fullorðinsaldri. Hún átti þó góðan feril sem körfuboltadómari og varð til að mynda fyrsta konan til að dæma í efstu deild karla í Noregi.

Hér fyrir neðan má hlusta á lag Winther sem er í flutningi Carl Espen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×