Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2014 15:00 Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30