Körfubolti

Pétur aftur í úrvalsdeildina - tekur við liði Skallagríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Ingvarsson og Eðvar Ó. Traustason, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Skallagríms, handsala samninginn.
Pétur Ingvarsson og Eðvar Ó. Traustason, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Skallagríms, handsala samninginn. Mynd/Heimasíða Skallagríms
Pétur Ingvarsson verður næsti þjálfari Skallagríms í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á heimasíðu Skallagríms sem og það að Pétur hafi skrifað undir tveggja ára samning.

Pétur tekur við Skallagrímsliðinu af Pálma Þór Sævarssyni sem hætti með Borganesliðið eftir þetta tímabil þar sem Skallagrímur endaði í 10. sæti Dominos-deildar karla.

Pétur þjálfaði síðast lið Hauka tímabilið 2011-12 en hætti með liðið eftir aðeins fimm leiki. Hann var þá á sínu fjórða tímabili á Ásvöllum en hafði áður þjálfað Hamarsliðið frá 1998 til 2007.

„Við bindum vonir við Pétur enda býr hann yfir töluverðri reynslu og þekkingu á körfubolta sem hann hefur öðlast bæði sem leikmaður og þjálfari á farsælum ferli. Við bjóðum hann velkominn í Borgarnes," sagði Kristinn Ó. Sigmundsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms í viðtali við heimasíðuna.


Tengdar fréttir

Pálmi hættur með Skallagrím

Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari karlaliðs Skallagríms í körfuknattleik undanfarin 3 og hálft ár, hefur að ósk stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar látið af störfum.

Benjamin snýr aftur

Skallagrímur í Borgarnesi hefur náð samkomulagi við Benjamin Curtis Smith um að leika með liðinu það sem eftir lifir keppnistímabilsins í Dominos-deild karla í körfubolta.

Páll Axel skoraði fimm þrista á fyrstu fimm mínútunum

Páll Axel Vilbergsson átti einu ótrúlegustu byrjun í manna minnum í úrvalsdeild karla á Íslandi þegar Skallagrímur heimsótti KFÍ á Ísafjörð í Dóminos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með honum hér á Vísi.

Páll Axel og Smith sjóðheitir í Stykkishólmi

Páll Axel Vilbergsson og Benjamin Curtis Smith fóru á kostum í fjórtán stiga sigri Skallagríms á Snæfelli, 98-84, í Stykkishólmi í kvöld í 13. umferð Domnios-deildar karla í körfubolta.

Skallagrímsmenn unnu Hauka og sendu KFÍ niður - Smith með 52 stig

Skallagrímsmenn gulltryggðu sæti sitt í Dominos-deild karla í körfubolta á næsta tímabili þegar þeir unnu níu stiga sigur á Haukum eftir framlengdan leik í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 99-90. KFÍ á leik inn á morgun en eiga ekki lengur möguleika á því að koma sér upp úr fallsætinu.

Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum

Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×