Körfubolti

Sigurður Gunnar í sínum fimmtu lokaúrslitum á sex árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson lyftir Íslandsbikarnum fyrir ári síðan.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson lyftir Íslandsbikarnum fyrir ári síðan. Vísir/Daníel
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Grindavíkur, er kominn með góða reynslu af því að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en hann er nú kominn í lokaúrslitin í fimmta sinn á síðustu sjö tímabilum.

KR og Grindavík mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta en fyrsti leikurinn er í kvöld í DHL-höllinni í Frostaskjóli og í beinni á Stöð 2 Sport.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er þriðja árið í röð í lokaúrslitunum með Grindavík en hann komst einnig tvisvar alla leið í úrslitaeinvígið þegar hann lék með Keflavíkurliðinu.

Sigurður Gunnar hefur verið í sigurliði í þremur af fjórum úrslitaeinvígum sínum til þessa og á því möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn á ferlinum.  

Sigurður Gunnar hefur líka hækkað framlag sitt með hverju úrslitaeinvígi, allt frá því að vera með 8,7 framlagsstig að meðaltali í lokaúrslitunum 2008 í að skila 16,0 framlagsstigum í leik í einvíginu í fyrra.



Lokaúrslit Sigurður Gunnars Þorsteinssonar:

2008 með Keflavík - Íslandsmeistari

4,7 stig, 5,3 fráköst og 2,0 varin skot að meðaltali á 18,3 mínútum í leik (8,7 í framlagi í leik)

2010 með Keflavík - 2. sæti

12,6 stig, 4,6 fráköst og 0,4 varin skot að meðaltali á 23,6 mínútum í leik (13,4 í framlagi í leik)

2012 með Grindavík - Íslandsmeistari

9,8 stig, 6,8 fráköst og 1,5 varin skot að meðaltali á 20,5 mínútum í leik (14,5 í framlagi í leik)

2013 með Grindavík - Íslandsmeistari

9,4 stig, 9,0 fráköst og 2,6 varin skot að meðaltali á 27,6 mínútum í leik (16,0 í framlagi í leik)

2014 með Grindavík - ???






Fleiri fréttir

Sjá meira


×