Erlent

Rannsaka brak sem rak á land í Ástralíu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Brakið rak á land um 300 kílómetrum suður af borginni Perth.
Brakið rak á land um 300 kílómetrum suður af borginni Perth. vísir/afp
Áströlsk yfirvöld rannsaka nú ljósmyndir af braki sem rak á land um 300 kílómetrum suður af borginni Perth og talið er að geti verið úr farþegaþotu Malaysia Airlines sem hvarf í mars.

Að sögn Martins Dolan, formanns samgönguöryggisstofnunar Ástralíu (ATSB), er um að ræða blikkplötu með svokölluðum hnoðnöglum. Dolan bætti því þó við í samtali við fréttastofu CNN að því betur sem myndirnar séu skoðaðar, því ólíklegra þyki að brakið sé úr vélinni.

Myndir af plötunni hafa verið sendar malasískum yfirvöldum og verður platan sjálf afhent ATSB seinna í dag. Farþegaþotan hvarf af ratsjá yfir Suður-Kínahafi þann 8. mars en 239 voru um borð.


Tengdar fréttir

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×