Innlent

Neslistanum stillt upp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bæjarmálafélag Seltjarnarness sem býður fram Neslistann hefur stillt upp á listann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Árni Einarsson, núverandi bæjarfulltrúi listans, skipar áfram fyrsta sætið. Listinn er skipaður átta konum og sex körlum. Yngsti frambjóðandinn er átján ára en sá elsti á sjötugsaldri.

Neslistinn í vor er eftirfarandi:

1. Árni Einarsson

2. Hildigunnur Gunnarsdóttir

3. Brynjúlfur Halldórsson

4. Ingunn Hafdís Þorláksdóttir

5. Ragnhildur Ingólfsdóttir

6. Oddur Jónas Jónasson

7. Rán Ólafsdóttir

8. Guðbjörg Eva Pálsdóttir

9. Axel Kristinsson

10. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko

11. Björgvin Þór Hólmgeirsson

12. Helga Charlotte Reynisdóttir

13. Jens Andrésson

14. Kristín Ólafsdóttir

Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram Neslistann við sveitarstjórnarkosningar frá stofnun félagsins árið 1990 og átt fulltrúa í bæjarstjórn í 24 ár. Tilgangur félagsins er að stilla saman strengi, styrk og möguleika félagshyggjufólks á Seltjarnarnesi til áhrifa. Bæjarmálafélag Seltjarnarness er opinn og aðgengilegur vettvangur fyrir þá sem vilja leggja málefnum Seltjarnarness lið með félagshyggju, jafnrétti, lýðræði, umhverfismál  og opna stjórnsýslu að leiðarljósi. Félagið er t.d. ákjósanlegur vettvangur fyrir þá sem ekki vilja afmarka sig við hefðbundna stjórnmálaflokka sem starfa á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×