Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2014 11:34 Það að Guðni hætti við framboð í Reykjavík kom Vigdísi Hauksdóttur jafn mikið á óvart og öðrum. Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08
Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15
Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49