Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Stefán Árni Pálssoní Schenker-höllinni skrifar 27. apríl 2014 00:01 Haukar fagna sigri í dag. Vísir/Daníel Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira