Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 16-19 | Stjarnan í lykilstöðu Dröfn Sæmundsdóttir í Hertz-höllinni skrifar 25. apríl 2014 13:59 Vísir/Stefán Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira