Hversu mikilvæg er mentun? Ragnar Hansson skrifar 25. apríl 2014 16:00 „Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
„Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun