Fótbolti

Vilanova er látinn

Vilanova á bekknum hjá Barcelona á síðasta ári.
Vilanova á bekknum hjá Barcelona á síðasta ári.
Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri.

Vilanova var þjálfari hjá Barcelona á síðustu leiktíð en hann hafði þá þegar hafið erfiða baráttu við krabbamein. Hann tapaði þeirri baráttu í dag.

Í morgun spurðist út að Vilanova hefði lagst inn á sjúkrahús síðasta föstudag og gengist undir bráðaaðgerð. Ástandi hans hafði hrakað mikið síðustu mánuði.

Vilanova var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Barcelona áður en hann tók við liðinu árið 2012. Hann gerði liðið síðan að meisturum á síðasta ári en hætti í kjölfarið vegna veikinda sinna.

Hann var sonur Barcelona. Alinn upp hjá félaginu en náði ekki að komast í aðallið félagsins. Hann lék með hinum ýmsu félögum á Spáni en lagði skóna á hilluna árið 2001. Hann kom svo til starfa hjá Barcelona árið 2007. Fyrst sem aðstoðarþjálfari B-liðsins og síðan sem aðstoðarþjálfari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×