Fótbolti

Hjörtur Logi skoraði fyrir Sogndal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur Logi var á skotskónum í dag.
Hjörtur Logi var á skotskónum í dag. Heimasíða Sogndal
Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði eitt marka Sogndal í 3-0 sigri liðsins á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hjörtur Logi hefur verið í byrjunarliði Sogndal í öllum fimm leikjum liðsins það sem af er tímabilinu.



Birkir Már Sævarsson
lék allan leikinn fyrir Brann sem tapaði 5-2 fyrir Rosenborg á útivelli. Birkir fékk gult spjald undir lok leiksins.

Jonas Svensson, Tore Reginiussen, Mike Jensen, Nicki Bille Nielsen og Alexander Søderlund skoruðu mörk Rosenborg, en sá síðarnefndi lék með FH sumarið 2009. Kasper Skaanes skoraði bæði mörk Brann.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson stóð allan tímann í marki Sandnes Ulf sem beið lægri hlut fyrir Molde á heimavelli.

Það voru leikmenn Molde sem skoruðu öll fjögur mörkin í leik dagsins. Svíinn Mattias Moström, Fredrik Gulbrandsen og Mohamed Elyounoussi skoruðu framhjá Hannesi, en Vegard Forren setti boltann í eigið mark.

Steven Lennon, fyrrum leikmaður Fram, lék allan leikinn fyrir Sandnes sem situr í botnsæti deildarinnar með tvö stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×