Bíó og sjónvarp

Spielberg leikstýrir The Big Friendly Giant

Framleiðslufyrirtækið DreamWorks hefur loksins fundið leikstjóra á verkið The BFG og hann er enginn annar en Steven Spielberg.

The Big Friendly Giant er barnabók eftir Roald Dahl en hún kom fyrst út árið 1982. DreamWorks keypti réttindin af bókinni fyrir mörgum árum, en ekkert hefur orðið úr framleiðslu kvikmyndar byggðri á bókinni enn sem komið er.

Nú virðist þó breyting á, því að Spielberg hefur samþykkt að leikstýra myndinni og fregnir herma að stefnan sé sett á frumsýningu árið 2016.

Þá er einnig orðrómur þess efnis að handritshöfundurinn sem komi að kvikmyndaaðlögun bókarinnar sé Melissa Mathison, best þekkt fyrir handritið á kvikmyndinni ET.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×